139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[16:00]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að valkosturinn við það að taka á í ríkisfjármálum hafi einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Valkosturinn áframhaldandi lántaka út úr kreppunni var bara ekki fyrir hendi og það var ekki í neina hlöðu að sækja vegna þess að við höfum ekki haft þá fyrirhyggju að taka nægilega háar skattprósentur í góðærinu til að eiga forða þegar herti að. Við þann erfiða veruleika erum við að fást. Auðvitað hefði verið betra að halda útgjöldunum niðri og tekjunum uppi í góðærinu og vera núna í færum til að örva atvinnulífið með því að dæla út úr varasjóðunum okkar. Þeir eru bara ekki fyrir hendi, svo einfalt er það.