139. löggjafarþing — 33. fundur,  23. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[14:36]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur var verulega misboðið hér við það sem hún kallaði dylgjur frá hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni sem eftir því sem ég gat heyrt talaði þó um skólameistara úti á landi. Það er greinilega eitthvað viðkvæmt. Ég vil gera athugasemd við það að hv. þingmaður sem ber sig aumlega við ásakanir um dylgjur komi sjálf, þegar hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fjarstödd vegna starfa á vegum þingsins erlendis og er ekki hér til að bera hönd fyrir höfuð sér, og dylgi um einhver meint samtöl og meint bréf, meinta samninga sem áttu að hafa verið gerðir í hennar embættistíð. Ég bið hv. þingmann um að taka þetta samtal við hv. þingmann þegar hún kemur til baka.