139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:27]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í mannréttindasáttmála Evrópu eru mjög skýr ákvæði um það hvaða skilyrði dómstóll þarf að uppfylla til að rísa undir ábyrgð sinni, þar á meðal að hann sé í einu og öllu óháður viðfangsefni sínu ef svo má að orði komast. Ég gat um það áðan að ef við þyrftum að skipa að nýju í dóminn núna yrði það væntanlega gert með þá vitneskju fyrir framan okkur, sem tækjum þá ákvörðun, hvaða mál biði landsdómsins. Þá voru minni líkur á því að við værum óháð tilfinningalega og félagslega hvað þetta snertir. (Gripið fram í.) Það er verið að tryggja mannréttindaákvæði með þessu móti (VigH: … tilfinningunni …) og kröfur mannréttindasáttmála (Forseti hringir.) Evrópu hvað þetta áhrærir.