139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:32]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er náttúrlega enginn leikur (Gripið fram í.) og „leikurinn er hafinn“ er kannski ekki heppilegasta orðalagið. Við erum að kalla saman landsdóm sem á að starfa eftir lögum og ef það eru einhverjir hnökrar á þeim lögum varðandi tæknilega útfærslu, þetta snýr fyrst og fremst að slíku, (REÁ: Þetta var …) gerum við að sjálfsögðu breytingar á þeim lögum. (SKK: Breytingar á málsmeðferð.) Breytingar á málsmeðferð, kallar fram í hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson. Við erum að tala um að festa í lögin að dómarar sem sitja í landsdómi haldi áfram (REÁ: Hvað með verjanda og saksóknara?) (Gripið fram í.) eftir að málið hafi verið tekið upp. Hvers vegna gerum við það? (Gripið fram í.) Til þess að málsmeðferðin standist kröfur mannréttindasáttmála Evrópu. (Gripið fram í: Að sjálfsögðu.) Það er það sem við erum að gera. [Frammíköll í þingsal.]

Aðrar breytingar sem við erum að gera á lögunum eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis (REÁ : Hvað með …?) og snúa ekki að (Forseti hringir.) mannréttindum (Gripið fram í.) eins eða neins.