139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[18:04]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson er órólegur og ég óska þess að hann verði annaðhvort talaður til eða fluttur úr salnum með einhverjum hætti því að hann ætlar hér í stólinn, með góðu eða illu sýnist mér. (Gripið fram í.)

Það er hins vegar um ræður sjálfstæðismanna hér að segja að ég held að forseti þurfi aðeins að gæta að því að þeir kunna að hafa annan tilgang en þann sem uppi er hafður í ræðunum. Það eru sjö, held ég, eða voru á mælendaskrá og andsvör eru mjög tíðkuð. Mann grunar að þessi ræðumennska sé kannski ekki til að ræða um landsdóminn, heldur að þetta sé einhver þáttur í taktík til að ná sér í góða stöðu af því að nú er að nálgast jólafrí (Forseti hringir.) og ekki mjög margir þingdagar eftir. (REÁ: Margur heldur mig sig.) Forseti þyrfti kannski að ræða þetta við (Forseti hringir.) þingflokksformenn sem síðan ræða þetta (Forseti hringir.) við óbreytta þingmenn til að koma betri reglu á þinghaldið.