139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

kosning til stjórnlagaþings -- fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[11:11]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég vil gera athugasemdir við fundarstjórn forseta áðan í þessum fyrirspurnatíma þar sem fulltrúi Hreyfingarinnar komst ekki að með fyrirspurn en aðrir flokkar voru með fleiri en einn fyrirspyrjanda. Ég held að við hljótum að gera ráð fyrir jafnræði hér.

Ég vil líka gera athugasemd við að í fyrirspurnatímum og umræðum um störf þingsins er það áberandi að sá tími byrjar yfirleitt á því að formaður Sjálfstæðisflokksins tekur til máls. Ég geri alvarlegar athugasemdir við þetta „híerarkí“ hérna (Gripið fram í.) og eins að ráðherrar séu teknir fram fyrir þingmenn á mælendaskrá. (BirgJ: Heyr, heyr.)