139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

kosning til stjórnlagaþings -- fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[11:12]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég ætla að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Ég fylgdist með því undir liðnum um fundarstjórn forseta hvernig menn kvöddu sér hljóðs. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson kvaddi sér fyrstur hljóðs, síðan hv. þm. Margrét Tryggvadóttir og þá hæstv. dómsmálaráðherra. En röðinni var breytt. Hv. þm. Margrét Tryggvadóttir, sem var númer tvö í röðinni, var færð aftur fyrir hæstv. dómsmálaráðherra, sem er gjörsamlega á skjön við þennan umræðulið þar sem allir þingmenn eru jafnréttháir. Ég fer því fram á það við frú forseta að ekki sé farið í eitthvert manngreinarálit hér eftir einhverjum stöðum innan þingsins þegar kemur að röðun á mælendaskrá undir þessum lið. Hér eiga allir þingmenn að vera jafnréttháir. (BirgJ: Heyr, heyr.)