139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:18]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég mun samþykkja þetta að sjálfsögðu. Við munum liðka til fyrir því að þetta mál komi inn á þingið og fái eðlilega meðferð hér. Það er mjög mikilvægt að þetta mál komist áfram. Það er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að þetta gangi eftir og því ekki eftir neinu að bíða að þingið fái að fjalla um þetta. Ég tek hins vegar undir orð hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, það er vitanlega mjög skrýtið hversu seint þetta mál kemur inn eftir allan þann undirbúning og þann tíma sem búið er að vinna og leggja í það.