139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[12:20]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að það er algjörlega ófært að einhverjir annarlegir hagsmunir fái yfirskyggt þetta mikilvæga verkefni. Það er nákvæmlega þess vegna sem afmörkuðum hagsmunum var ekki leyft að stöðva verkefnið. Það var þess vegna sem gengið var harkalega fram í því af hálfu ráðuneytisins allt frá upphafi þessa árs að láta alla vita, jafnt sveitarfélög og stéttarfélög og alla aðila málsins, að það væri fullur ásetningur að koma málinu í höfn fyrir árslok, að það yrði klárað. Það er nákvæmlega þess vegna sem tókst að klára það.

Eðli málsins samkvæmt þarf að ljúka ýmsu. Ég er viðkvæmur fyrir félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tel erfitt að ganga gegn heimildum fólks til þess að skipa sér í félag með þeim hætti sem það vill. Ég held að það hafi verið fundin heppileg lausn á málinu og ég held að hún sé heppileg vegna þess að mér skilst að allir séu ósáttir við hana.