139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[14:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þannig með Keili að hann hefur bara fengið fjármagn á ársgrundvelli fyrir skólahlutanum. Það er ekki til framtíðarsamningur um starfsemi skólans sem er mjög mikilvægt fyrir skólann að fá. (REÁ: Eigum við ekki að gera hann?) Jú, við skulum stefna að því. Til að treysta rekstrargrundvöll skólans verður að semja við hann um framtíðarstarfsemi og hvernig framlag skólans til menntunar á Suðurnesjum tengist fjölbrautaskólanum og Miðstöð símenntar. En varðandi framlagið sem ríkisstjórnin talaði um til menntamála á Suðurnesjum verður gerð breytingartillaga fyrir fjárlög ársins 2011 og þá fáum við tækifæri til að fara yfir hana. Það kemur ekki fjármagn frá aukafjárlögum en það verður fjármagn til menntunar á Suðurnesjum í breytingartillögu við fjárlög 2011. Þá tökum við hv. þingmaður væntanlega aftur upp þessa umræðu.