139. löggjafarþing — 37. fundur,  29. nóv. 2010.

áhrif flutnings málefna fatlaðra innan skólakerfisins.

63. mál
[16:20]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Nú stendur yfir endurskoðun á aðalnámskrá, a.m.k. í leik- og grunnskólum. Hafa þau sveitarfélög sem eru reynslusveitarfélög í þessum málaflokki eitthvað lagt til við vinnuna á námskránni hvað varðar börn með fatlanir og önnur frávik, hæstv. menntamálaráðherra? Hafa þau eitthvað komið að málum? Ég veit að þessi flutningur er ekki inni á borði hæstv. menntamálaráðherra., en er eitthvað sem þessi reynslusveitarfélög sem hafa þó verið með þennan málaflokk á sínum herðum hafa lagt til þessarar vinnu?