139. löggjafarþing — 38. fundur,  29. nóv. 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.

152. mál
[17:33]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Þetta varðar mikilvægt úrræði í skuldamálum heimilanna sem, m.a. var til umfjöllunar á sumarþingi. Það stóðu vonir til þess hjá nefndarmönnum að það mundi gagnast stórum hópi heimila í vanda, eins og hv. þingmaður nefndi. Ég vildi þess vegna forvitnast um það hjá hv. þingmanni hversu mörg þúsund heimili það eru sem hafa getað notfært sér úrræðið í erfiðleikunum sem eru í íslensku efnahagslífi.