139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:09]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Það er tvennt sem ég vil spyrja hæstv. ráðherra um nánar. Í fyrsta lagi að gert er ráð fyrir 140 millj. kr. kostnaði hjá ríkinu á næstu tveimur árum við að innleiða þessa vatnatilskipun. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort henni finnist þetta vera rétt forgangsröðun á þessum erfiðu niðurskurðartímum. Hæstv. ráðherra vék reyndar að því í ræðu sinni að yfir okkur vofði hótun um lögsókn frá EFTA, en væri ekki hægt að fresta þessu um eitt eða tvö ár þangað til fer að ára betur?

Í öðru lagi kemur fram í frumvarpinu að setja eigi kostnaðinn yfir á fyrirtækin með sérstakri gjaldtöku fram að árinu 2013. Nú greiða fyrirtækin sérstakan vatnsskatt í dag til sveitarfélaga og annarra, er þetta viðbótarskattlagning ofan á það sem fyrir er? Gæti hæstv. ráðherra upplýst mig um það?