139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:15]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka þingmanninum fyrir spurninguna. Það er rétt sem þingmaðurinn bendir á að margt af því sem lagt er til í þessari tilskipun er þegar inni í utanumhaldi okkar um vatnsauðlindina. Það sem hér er m.a. lagt upp með er að samræma og samhæfa þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir.

Hv. þingmaður vísar í 8. gr. frumvarpsins varðandi hlutverk sveitarfélaganna og spyr um kostnað sem þar hlýst af. Svarið er já, það hefur þegar verið gert ráð fyrir þeim kostnaði og hann er þegar inntur af hendi miðað við aðstæðurnar eins og þær eru í dag.