139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:20]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er mikilvægt að halda því til haga að umhverfi atvinnulífsins er með snúnara móti akkúrat núna og allar nýjar álögur og boðun um slíkt er erfitt. Það þarf að framleiða en um leið er það einn af styrkleikum íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu að búa við öruggt, hreint og tryggt vatn. Liður í því að tryggja það öryggi er að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins og gera það með sóma.