139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[18:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingmenn Framsóknarflokksins munu liðka til fyrir ósk ríkisstjórnarinnar um að koma þessu máli á dagskrá. Það er hins vegar mikilvægt að brýna stjórnarliða og ekki síst ríkisstjórnina í því að nú eru fáir dagar þangað til þinginu verður frestað og mjög mikilvægt að koma þeim skilaboðum til skila, frú forseti, að óvæntar uppákomur sem þessar verða ekki til þess að greiða fyrir þingstörfum. Við þurfum því að vanda okkur í því sem við erum að gera hér. Það er mikilvægt að dagskráin haldi sem við göngum að sem vísri. Ég brýni það fyrir forseta að láta hlutina ganga með þeim hætti.