139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:04]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er alveg ljóst að annaðhvort hefur orðið misskilningur eða mistök við undirbúning dagskrárliðanna hvað það varðar hvar hæstv. fjármálaráðherra er staddur. Ég vil minna á að gríðarlegar breytingar hafa orðið á dagskrá þingsins í allan dag. Ég hef reynt að fylgjast með tveimur, þremur málum en þetta er einu sinni svona. Þetta eru síðustu klukkutímarnir fyrir nokkurra daga vinnu í nefndum og ég verð að segja, frú forseti, að ég hvet hv. þingmenn til að ljúka umræðu um þetta mikilvæga réttlætismál sem tekið hefur verið á dagskrá. Við skulum gera það, góðir þingmenn. Þetta er mikil réttarbót sem kallað hefur verið á að þingið komi í gegn í marga mánuði. Við skulum ekki taka umræðuna (Forseti hringir.) með þessum hætti. Það stendur til að taka hlé og þá geta (Forseti hringir.) hv. þingmenn rætt saman.