139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:05]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. Álfheiði Ingadóttur að dagskráin hefur tekið miklum breytingum í dag. Af hverju skyldi það nú vera? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þetta mál og næsta, sem við erum búin að breyta dagskránni fyrir, væru mikilvægari en önnur mál sem lagt var upp með að væru á dagskrá. Það er þess vegna, hæstv. forseti, sem við erum búin að breyta dagskránni. Það skyldi þó ekki vera að það hafi beinlínis verið lagt upp með að þessi tilteknu mál væru tekin fram fyrir önnur? Það skyldi þó ekki vera að hæstv. fjármálaráðherra væri kunnugt um það en á sama tíma ráðstafar hann sér annars staðar í kvöld? Það er þetta sem við gerum athugasemd við, frú forseti.

Við erum öll búin að hliðra til vegna þessara dagskrárbreytinga. Við höfum lagt kapp á að reyna að leysa þessi mál. (Forseti hringir.) Greiða fyrir og hliðra til. Það er ekki vegna þess að málið er ekki mikilvægt (Forseti hringir.) og mikið framfaramál. Það hefði mátt koma fyrr á dagskrá.