139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[20:14]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að játa það að ég þekki ekki ættfræði sjúkrasjóðanna og það er kannski fullt tilefni (Gripið fram í.) til að kynna sér hana í tengslum við vinnslu frumvarpsins í hv. efnahags- og skattanefnd. Ég þekki þá eingöngu af eigin raun þar sem ég hef lagt fram reikninga fyrir einhverju sem tengist minni heilsu, það hefur verið mér til framdráttar og gleði og af því hef ég greitt skatta og ekki hugleitt það í hinu stóra samhengi tryggingamálanna.

Nú gefst mér færi á því að fara í gegnum það með öðrum nefndarmönnum í efnahags- og skattanefnd og tel ég fyllilega ástæðu til að gætt sé jafnræðis í skattheimtu, óháð því hvaðan tryggingabætur koma.