139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[20:56]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir svarið. Hann segist ekki hafa átt aðild að neinum samningum sem farið hafi fram í dag um breytingar á dagskrá sem hafa verið allnokkrar. Það hef ég heldur ekki átt.

Ég hef hins vegar átt hlut að því að vinna þau mál sem hér eru á dagskrá, nr. 3 og 4, undir mikilli pressu til þess að koma þeim í fullu samkomulagi, sem mér vitanlega er á milli þingflokka um grunnstefið í þeim málum, til 3. umr. og til nefndar milli 2. og 3. umr. í tilteknum tilgangi, til þess að taka sérstaklega fyrir tvö efnisatriði, eitt í hvoru frumvarpi.

Ég vil aftur spyrja hv. þm. Birgi Ármannsson sem ekki svaraði fyrri spurningu: Hvernig metur þingmaðurinn stöðu þessara mála í framhaldinu og fyrst við höfum ekki leyfi hv. formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þess að ræða það frekar hér í dag?