139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[20:58]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil taka hér aðeins þátt í þeirri umræðu sem varðar dagskrá þingfundarins í dag. Ég vil árétta það og geta þess að ég hef metið mikils þann drengskap og þau heilindi sem hafa sannarlega einkennt störf hv. umhverfisnefndar og harma því að svo virðist sem gamaldags skotgrafapólitísk lágkúra hafi ráðið för við lokasamninga hér í dag. Það er ekki til þess fallið að auka virðingu Alþingis og ég vil hvetja þá þingmenn sem enn leggja upp úr góðum gildum í persónulegum og pólitískum samskiptum til að hafa áhrif á félaga sína.