139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[20:58]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég missti — kannski sem betur fer — af ræðu hv. þm. Marðar Árnasonar en get mér þess til, miðað við umræðurnar sem ég hef hlýtt á, um hvað var talað. Ég verð að segja að orðbragð hæstv. umhverfisráðherra um skotgrafapólitíska lágkúru er þinginu ekki samboðið. Hún hefur oft leiðrétt og sett ofan í við fólk ef hún telur málfar þess þinginu ekki samboðið.

Frú forseti. Málið er einfalt. Það er búið að hringla með dagskrána fram og til baka í allan dag. Við samningana sem við þingflokksformenn áttum með hæstv. forseta, sem sneru að því fyrst og síðast að við í stjórnarandstöðunni vorum ekki upplýst um að hæstv. fjármálaráðherra yrði ekki á svæðinu. (Forseti hringir.) Þegar samningarnir sem við (Forseti hringir.) áttum í dag — þegar þetta lá fyrir var ljóst (Forseti hringir.) að þeir sem voru í sama flokki og hv. þingmaður (Forseti hringir.) lögðu ekki áherslu á að þessi tvö mál kæmu á dagskrá. Mikið er mitt vald en ég ein stöðva ekki málin á dagskránni. (Gripið fram í.)