139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

lækkun vaxtabóta og framvinda Icesave-viðræðna.

[15:08]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég heyri ekki annað en að hæstv. forsætisráðherra sé hér að segja að helsta framlag ríkisstjórnarinnar til lausnar á skuldavanda heimilanna sé að hætta við að gera það sem hún hótaði í fjárlagafrumvarpinu, að skerða vaxtabæturnar og húsaleigubæturnar. Það er aðalframlag ríkisstjórnarinnar eftir margra mánaða viðræður við lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki, að hætta við að gera það sem hún hótaði í fjárlagafrumvarpinu. Til þess þurfti að hafa samráð fyrir fjármálafyrirtækin og lífeyrissjóðina.

Varðandi Icesave, hvað á það að þýða að bjóða Alþingi upp á að það fái að vita svona bráðum, eftir því sem ríkisstjórninni þyki henta, hvað er að gerast í Icesave-málinu á sama tíma og verið er að kynna málið úti í bæ? Ætlar hæstv. forsætisráðherra virkilega að koma hingað upp aftur og staðfesta að það verði áfram beðið með að ræða málið í fjárlaganefnd (Forseti hringir.) og utanríkismálanefnd? Ég trúi ekki að það séu skilaboðin sem við fáum hér, ég bara trúi því ekki. Það hlýtur að vera þannig að (Forseti hringir.) nú þegar verði boðað til fundar í utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd til að ræða þessi mál (Forseti hringir.) ef það er eitthvert tilefni til að ræða þetta úti í bæ.