139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

Icesave.

[15:25]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður sé að leggja forseta lýðveldisins orð í munn þegar hann talar um að hann hafi verið að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar það kom í fjölmiðlum man ég ekki betur en að skrifstofa forsetans hafi sent frá sér yfirlýsingu um að þetta væri ekki (Gripið fram í: … neitaði …) rétt túlkun á orðum hans. Ég bið hv. þingmann að fara rétt með. (Gripið fram í.) Það verður tekin ákvörðun um það á morgun og málið er í höndum efnahags- og viðskiptaráðherra með hvaða hætti forseta Eftirlitsstofnunar verður svarað og hvernig sú efnislega greinargerð verður. (Gripið fram í.) En ég held að það sé alveg hárrétt að þingmenn iða í skinninu, vitaskuld, eftir að sjá hvernig þessir samningar eru. Þeir eru ekki fullkláraðir, það liggur alveg fyrir, en það er í höndum formanna stjórnarandstöðuflokkanna hvort þeir vilja kynna þingflokkum sínum stöðuna eins og hún er og þá auðvitað í trúnaði.