139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

orð utanríkisráðherra Hollands um Icesave og ESB.

[15:32]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir þetta svar sem þó var kannski ekki fullnægjandi. Ég minnist þess ekki að hafa í fyrirspurnum til hæstv. utanríkisráðherra heyrt sérstaklega af þessu símtali. Nú kann það að vera rétt hjá hæstv. ráðherra, ég mun fletta því upp. En eftir rannsóknum mínum áðan var einungis minnst á fundi sem hæstv. utanríkisráðherra átti við hollenska utanríkisráðherrann í New York um þetta mál, og ég minnist þess ekki að sérstaklega hafi verið rætt um þetta umrædda símtal.

Punkturinn er hins vegar þessi, sem hæstv. utanríkisráðherra svaraði ekki, í fyrsta lagi: Af hverju var ekki greint frá því á þeim tíma og af hverju svöruðu hæstv. ráðherrar alltaf með þeim hætti að ekki væru tengsl þarna á milli? Ég spyr einnig: Eiga (Forseti hringir.) símtöl af þessu tagi, með sams konar hótunum, sér stað núna (Forseti hringir.) og er það kannski ein af ástæðunum fyrir því að nú á að (Forseti hringir.) keyra þetta mál aftur í gegn?