139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[16:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að einskorða mig við greiðsluuppgjör á gjaldföllnum skattskuldum. Þannig var síðast þegar þetta var tekið upp að maður sem ég þekki var nýbúinn að klóra undan nöglunum, af því að hann er grandvar og stendur í skilum var hann búinn að klóra undan nöglunum til að geta greitt þessa skattskuld. Hann var ekki mjög ánægður þegar kom svo í ljós að hann hefði getað fengið billeg lán hjá hæstv. ráðherra til að greiða skuldirnar, því að hann tók lán til þess hjá ættingjum og vinum. Síðan gerist það aftur, núna á aftur að víkka þetta út. Hvað gerist með menn sem eru nýbúnir að borga skuldir með því að klóra undan nöglunum einhverjar greiðslur þó að þeir hafi í rauninni ekki ráðið við það? Þetta er dálítið varasamt. Ég vil biðja hæstv. ráðherra að svara mér því.