139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[16:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá ætla ég að ræða um nýsköpunarfyrirtæki. Það er lagt til að beita forsendum þess að veita styrki til nýsköpunar. Nú hafa 100 fyrirtæki sótt um. Er ekki verið að breyta forsendum fyrir umsóknum þeirra? Eiga þær lengur rétt á sér? Vilja þeir lengur sækja um þegar búið er að breyta þessu svona? Svo kemur náttúrlega alltaf upp í huga manns spurningin um traust á hlutabréfum. 60 þús. manns töpuðu 80 milljörðum af sparnaði sínum, venjulegt fólk og venjuleg heimili. Hvernig sér hæstv. ráðherra það að einhver sé svo vitlaus að fara að fjárfesta í hlutabréfum í þessari stöðu, og alveg sérstaklega þegar skattur á hagnað fyrirtækja hefur verið 15, 18, 20% og skattur á fjármagnstekjur 10, 15, 18, 20%? Og hæstv. fjármálaráðherra hefur sagt á ensku: Þið hafið ekki enn séð allt.