139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[16:35]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sveitarfélög frá 1,2% hækkun á útsvari og auk framlags á fjárlögum árið 2012 og 2013 til að standa straum af kostnaði við yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Á árinu 2011 á einnig að hefja vinnu við heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra. Á henni að vera lokið árið 2014. Þá á að liggja fyrir mat á tilraunaverkefni sem ríkissjóður kostar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Verða þessi 1,2% sem fara frá ríki yfir til sveitarfélaga endurskoðuð 2014 um leið og endurskoðun laganna á að vera lokið og reynsla af tilraunaverkefnum verður gerð upp?