139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[18:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki nákvæmlega réttu tölurnar í þessu sambandi en eins og hv. þingmaður nefndi hefur verið talað um 6 milljarða og að leita eigi að tekjum á móti. En ég get alveg sagt að ef við fáum ekki tekjur á móti standast ekki lengur þau viðmið sem við höfum sett okkur. Það yrði mjög alvarlegt mál. Ég treysti á að samkomulag um að tekjur á móti vaxtabótunum komi annars staðar frá náist því að annars förum við yfir þá línu sem við lögðum með áætluninni um jöfnuð í ríkisfjármálum.