139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[18:24]
Horfa

Frsm. forsætisn. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður spyr hvort ekki sé æskilegast að þessi mál fari saman og verði lögfest saman, málið um rannsóknarnefndir og þingskapamálið. Það er ekki nauðsynlegt en auðvitað væri það æskilegt. Ég hef lagt ríka áherslu á það að við vinnum þingskapamálið áfram svo hægt verði að lögfesta það fljótlega. Það er líka krafa frá eftirlitsnefndinni og sömuleiðis rannsóknarnefnd Alþingis og tíumannanefndinni að þingið bregðist við hvað það varðar.

Varðandi hitt atriðið sem hv. þingmaður nefndi, um réttarstöðu þeirra sem gefa upplýsingar til nefndarinnar, þá er skylda að afhenda gögn en mönnum er frjálst hvort þeir tjá sig við nefndina. Þetta er ekki sama fyrirkomulag og var við rannsóknarnefnd Alþingis.