139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

samkeppnislög.

131. mál
[21:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru mörg atriði í ræðu hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar sem mætti taka upp. Við hv. þingmaður erum sammála um að fyrirtækin í landinu skipti miklu máli. Fyrirtækin í landinu þurfa ekkert að óttast þetta frumvarp ef þau misnota ekki markaðsráðandi stöðu sína, það er svo einfalt. Frumvarpið tryggir enn fremur stöðu neytenda frá því sem nú er og það er af hinu góða. Fyrirtækin þurfa ekkert að óttast ef þau misnota ekki aðstöðu sína.

Það sem ég furðaði mig hins vegar á var málflutningur hv. þingmanns um afgreiðslu nefndarinnar og gestina sem þingmaðurinn segist ekki hafa fengið á fundinn. Ég mun koma nánar að því í síðara andsvari mínu.