139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

samkeppnislög.

131. mál
[21:25]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði í ræðu minni að flestir eða allir hefðu gert athugasemdir við efni frumvarpsins eins og það var lagt fram og ekki mælt með samþykki þess eins og það var. Það er rétt að á því hafa verið gerðar breytingar. Frumvarpið er skárra núna en það var þegar það var lagt fram í upphafi en engan veginn nógu gott.

Hv. þingmaður les upp úr umsögn frá Félagi atvinnurekenda sem auðvitað gerði athugasemdir og reyndi sitt til þess að breyta frumvarpinu til betri vegar. Ég get alveg eins lesið upp úr umsögnum frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum fjármálafyrirtækja, Lögmannafélagi Íslands og Icelandair. Ég gæti haldið svona áfram nánast í allt kvöld. Það voru margir sem gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Samkaup, svo ekki sé minnst á það fyrirtæki. Athugasemdirnar lutu fyrst og fremst að því að valdheimildirnar, (Forseti hringir.) eins og ég nefndi í ræðu minni, væru of matskenndar. Þær væru of (Forseti hringir.) matskenndar miðað við hvað þær væru alvarlegar.