139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

samkeppnislög.

131. mál
[21:28]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stjórnvald sem hefur valdheimildir getur alltaf beitt vægari úrræðum en mælt er fyrir um í lögunum. Það hefur gripið um sig alvarlegur misskilningur hjá hv. þingmanni ef hann telur að frumvarpið feli ekki í sér heimildir til handa Samkeppniseftirlitinu til þess að skipta upp fyrirtækjum. Út á það gengur 2. gr. frumvarpsins.

Hér er lagt til að Samkeppniseftirlitið hafi heimildir til þess að skipta upp fyrirtækjum eða fyrirskipa breytingar á skipulagi fyrirtækja án þess að fyrirtækin hafi gerst sek um brot á samkeppnislögum, segir Jóna Björk Helgadóttir héraðsdómslögmaður fyrir hönd Samkaupa í umsögn sinni til nefndarinnar.

Jóna Björk er fær samkeppnislagalögfræðingur og starfaði, held ég, í áratug hjá Samkeppniseftirlitinu. Ég tel (Forseti hringir.) að hún sé ágætlega fær um að meta innihald frumvarpsins þótt hv. þingmaður sé ósammála.