139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

flutningur Landhelgisgæslunnar og Almannavarna.

[10:52]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé mikilvægt að vekja ekki neinar falsvonir eða koma neinum falshugmyndum á kreik. (Gripið fram í.) Ég er ekki að gera því skóna að til standi að flytja samræmingarstöðina suður eftir, ég er ekki að segja það. Ég er að segja að við skoðum alla kosti í þessum efnum en það er rétt að við vekjum ekki neinar falskar vonir. Það er einmitt hitt sem við erum að reyna að gera, að skoða málið málefnalega á markvissan hátt. Það verður að sjálfsögðu gert og þar koma kostir eins og þessir að sjálfsögðu til álita.