139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:20]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til þess að ræða um fundarstjórn forseta eða eftirlitshlutverk forseta. Fyrir liggja fjórar eða fimm fyrirspurnir sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson lagði fyrir heilbrigðisráðherra er varða (Forseti hringir.) varða fjárlög. Það er meira en mánuður síðan, frú forseti, að þessar fyrirspurnir lágu fyrir og þær tengjast allar því með hvaða hætti ráðuneytið hefur undirbúið fjárlög. Við erum að hefja umræðu um fjárlögin og þessum spurningum er ósvarað enn. Þetta eru grundvallarspurningar um þá stefnu sem ríkisstjórnin og ráðuneyti heilbrigðismála hefur farið fram með í niðurskurði heilbrigðismála. Ég kem þess vegna upp til að hvetja forseta til að tryggja það að þessum fyrirspurnum, sem eru grundvöllur þess að við getum rætt fjárlögin á vitrænum grunni og þær niðurskurðarhugmyndir sem þar koma fram að þeim, sé svarað. (Forseti hringir.)