139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:25]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér fannst hv. þingmaður einmitt undirstrika það að fjárlagafrumvarpið er bara handónýtt til þess að ná fram markmiðum kynjaðrar hagstjórnar eins og vinstri menn vilja. Þess vegna er m.a. búið að senda þær tillögur sem fólust í fjárlagafrumvarpinu til Byggðastofnunar til að reyna að meta áhrifin bæði á byggðirnar og kynin.

Að öðru máli og það tengist Suðurnesjunum. „Rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjunum verði tryggður“ — samkvæmt yfirlýsingunni sem skrifuð var á sínum tíma og undirrituð í víkingaskipinu. Ég sé þess ekki stað í tillögum meiri hluta fjárlaganefndar. Ég vil spyrja sérstaklega að því hvað það þýðir að tryggja greiðslu launa tveggja sérfræðinga. Hvar eiga sérfræðingarnir að vinna í tengslum við menntamálin? Eiga þeir að vinna á aðalskrifstofu menntamálaráðuneytisins? Hvar eiga þeir að vera til húsa? Eru þetta störf sem eiga að skapast á Suðurnesjum?