139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[22:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Mig langar að víkja að skattaumræðunni ef ég fæ hljóð frá ráðherrabekknum til þess að halda ræðu mína. Þessar umræður um skattahækkanir eru mikilvægar. Ég er ánægð að heyra að hv. þingmaður hefur áttað sig á því að skattahækkanir hafa áhrif á alla hluti. Þær hafa áhrif á það að sveitarfélögin þurfa að hækka álögur sínar og hækkun á tryggingagjaldinu hefur m.a. þau áhrif. Þjónustugjöld hækka. Þetta hefur allt áhrif á vísitöluna sem hefur áhrif á stöðu fólksins í landinu vegna þess að lánin hækka. Það er gott að menn í þinginu, sérstaklega í stjórnarflokkunum, átti sig á þessu. Ég hvet hv. þingmann til þess að nota krafta sína til þess að reyna að fá aðra þingmenn í stjórnarliðinu til að sjá ljósið. Að sjá að leiðin út úr kreppunni er ekki að skattleggja íbúana út úr henni. Heldur að vaxa út úr kreppunni, þar á meðal með því að lækka skatta.