139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:04]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga ársins 2011 og nái þær fram að ganga hefur frumvarpið tekið miklum breytingum í meðferð þingsins. Sérstaklega hafa heilbrigðismálin tekið miklum breytingum eftir samráð við stofnanir og sveitarfélög. Einnig er dregið úr niðurskurði í menntamálum og löggæslu án þess að svigrúminu sem efnahagsáætluninni til ársins 2013 sé raskað. Betri árangur í efnahagsstjórn landsins en áætlað var gerir þetta mögulegt. Markmiðið er jákvæður frumjöfnuður á árinu 2011 og við það er staðið.