139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:13]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ef okkur á að takast að tryggja hagvöxt á næsta ári er afar brýnt að brugðist verði við sífellt dekkri hagvaxtarhorfum á næsta ári með því að fara hægar í niðurskurð ríkisútgjalda og þá hægar en efnahagsáætlun AGS gerir ráð fyrir. Hægt er að fjármagna meiri hallarekstur ríkissjóðs með því að flýta skattlagningu séreignarsparnaðar og með því að leggja skatt á útstreymi fjármagns um leið og gjaldeyrishöftin eru afnumin.

Frú forseti. Að mínu mati ganga breytingartillögur meiri hluta fjárlaganefndar ekki nógu langt gegn niðurskurðinum í fjárlagafrumvarpinu. Ég mun við atkvæðagreiðsluna á eftir ekki greiða atkvæði gegn þessum breytingartillögum heldur sitja hjá í þeirri von að meiri hluti fjárlaganefndar dragi verulega úr fyrirhuguðum niðurskurði fjárlaga milli (Forseti hringir.) 2. og 3. umr. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Þetta heitir vantraust.)