139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:24]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þingflokkur framsóknarmanna lagðist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar í fyrra, enda hefur það sýnt sig að sá tekjustofn hefur skilað mun minna í ríkiskassann en talið var að yrði.

Þær tillögur sem hér koma fram eru annars eðlis. Við byggjum hugmyndafræði okkar á hófsamlegri og ábyrgri miðjustefnu. Við vitum vel að það þarf að sækja tekjurnar annars staðar. Þess vegna munum við sitja hjá við þær tillögur sem við teljum neikvæðar fyrir hagvöxtinn en segja já við öðrum.