139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessum fjárlagalið og tel að stjórnlagaþingið eigi eftir að verða þessari þjóð til góðs og mikils sóma. Það var tími til kominn að ráðist yrði í alvarlegar breytingar og endurskoðun á stjórnarskránni.

Ég hefði kannski átt að gera það áðan en ég vil líka segja að ég vona að þar sem Alþingi hefur fengið aukafjárveitingu geti það séð af aðeins meiri peningum í umboðsmann Alþingis sem er mjög mikilvæg stofnun sem þarf að styrkja á þessum erfiðu tímum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)