139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:47]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um að auka fjárveitingu um 10 millj. kr. til forsætisráðuneytisins. Í greinargerð með þessari breytingartillögu kemur fram að þessu sé m.a. ætlað að mæta útgjöldum við sóknaráætlun 20/20 sem er nátengd Evrópusambandsumsókn Íslendinga. Á síðasta ári fóru 25 millj. kr. í téða sóknaráætlun til viðbótar 5–6 millj. kr. (Gripið fram í.) í sérfræðiaðstoð. Þetta eru 40–50 millj. kr. Ég tel þetta ekki heppilega forgangsröðun og það er mikilvægt að allur þessi kostnaður sem dreifður er hér og þar um stjórnsýsluna tengdur ESB-umsókninni sé tekinn saman.