139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:53]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Frú forseti. Ég vildi nefna undir þessum lið eins og hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir áðan að við erum að skoða sérstaklega stöðu menntastofnunarinnar Keilis sem er framhaldsskóli, frumgreinadeild og veitir ýmiss konar aðra menntaþjónustu en grunnur skólans hefur aldrei verið skýrður almennilega, við hvað á að miða, nemendaígildi og annað sem á að miða forsendur og framlög hans við.

Þessi óvissa hefur valdið skólanum erfiðleikum í rekstri og þess vegna áttum við þingmenn Suðurkjördæmis mjög góðan fund í gær með hæstv. menntamálaráðherra og Hjálmari Árnasyni, skólameistara Keilis, þar sem staða skólans var sett í ákveðinn farveg, sérstaklega með hliðsjón af Suðurnesjayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um menntastofnanir á Suðurnesjum o.fl. Við bindum öll vonir við að það fái farsælan endi og þess vegna er sá skóli ekki á þessum lið (Forseti hringir.) við þessa umræðu hér í dag.