139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Sem endranær greiði ég atkvæði gegn heiðurslaunum listamanna vegna þess að ég tel að þeir listamenn sem hafa staðið sig vel njóti árangurs af því og hafi notið árangurs af því. Ég er á móti því að borga fólki sem ekki þarf endilega á því að halda. Ef þetta er spurning um heiður getum við haft þetta 1 kr. á mánuði. Það er jafnmikill heiður. Á meðan við búum við það að atvinnuleitendur eru í mjög erfiðri stöðu og fólk sem hefur misst vinnu eða lækkað í launum flýr land er ég á móti þessum lið og segi nei. (Gripið fram í.)