139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:03]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að fagna því að þetta er í síðasta sinn sem hið háa Alþingi afgreiðir svokallaða safnliði í fjárlagafrumvarpi með þeim hætti sem við erum að gera hér. [Kliður í þingsal.] Nú hættum við þessu, hér hefur fólk rætt það, þingmenn úr öllum flokkum, að nóg sé komið. Reynslan kennir okkur að þetta séu ekki vinnubrögð í takt við þau góðu, gegnsæju, faglegu og yfirveguðu vinnubrögð sem við viljum tíðka og höfum öll 63 stutt með samþykkt þingsályktunartillögu þingmannanefndarinnar. Þetta er í síðasta sinn, frú forseti.