139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:15]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Örstutt skýring. Það hefur verið umræða um safnliði alllengi og mönnum sýnist sitt hverjum í þeim efnum. (Gripið fram í.) Hér eru safnliðir á ferðinni og þeir eru til ýmissa hluta nytsamlegir. Ég vil skýra þetta örstutt út. Það liggur náttúrlega fyrir og er á allra vitorði að fram undan er erfið vinna við Icesave-samninga og við þekkjum öll söguna af því. Að gefnu tilefni skal upplýst að 6. liðurinn í safnliðum er ekki styrkur til Samfylkingarinnar sem þarna liggur fyrir, Kattavinafélag Íslands, [Hlátur í þingsal.] heldur er þetta styrkur til reksturs Kattholts.