139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:20]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu þessa aðgerð ríkisstjórnarinnar þó að enn vanti fjármagn í dómstólana. Dómstólar eiga að vera sjálfstæðir og óháðir öllum aðilum, þeir verða að sýna fram á sjálfstæði sitt og þess vegna verður Alþingi að tryggja þeim fjármagn til starfa sinna. Þetta er þjóðþrifamál og nú verður þessi ríkisstjórn að forgangsraða upp á nýtt. Þetta er fyrsti hlutinn af því þó að það sé ekki nærri nógu mikið fjármagn lagt í þetta að þessu sinni.