139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:22]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að landsdómur fái 113,4 millj. kr. vegna kostnaðar við málaferli yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Nú þegar hefur verið lagt út í gríðarlegan kostnað á Alþingi við undirbúning þessa máls. Hér sjá menn hversu mikinn kostnað þau réttarhöld munu hafa í för með sér fyrir ríkissjóð, 113,4 millj. kr. fyrir eitt réttarhald. Ég hygg að þegar upp verður staðið verði kostnaðurinn við landsdómsmálið mun meiri, en það er a.m.k. ljóst að heiftin er dýr og hún verður dýr (Forseti hringir.) skattgreiðendum þessa lands. (Gripið fram í: Réttlætið er dýrt.)