139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Við þingmenn Framsóknarflokksins sitjum hjá við þessa liði er varða lögregluna. Það er ekki nærri nóg að gert. Ríkisstjórnin verður að forgangsraða. Lögreglan er hornsteinninn, lögreglan er sá aðili sem sér um að lögum og reglum sem þessi stofnun setur sé framfylgt. Það verður að gera meira fyrir lögregluna varðandi fjárheimildir. Þetta er ekki nærri nóg, þetta er yfirklór og þessi mál verður að endurskoða. Ég skora á hæstv. dómsmálaráðherra í framhaldinu að koma málefnum lögreglunnar í lag.