139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:27]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að stokka upp kerfi sýslumanna. Hér eru fjölmargir liðir sem snerta sýslumannsembættin víðs vegar um land. Þeim hefur verið fækkað. Ég held að sú aðgerð hafi verið mistök en fagna því þó að hér er verið að auka aðeins í frá því sem kom fram í fjárlagafrumvarpinu. Ég tel að það þurfi að endurskoða kerfið og mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.